Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sakar Guardiola um að hafa eyðilagt Götze
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola hefur eyðilagt Mario Götze. Þetta segir Volker Struth, umboðsmaður leikmannsins.

Götze tók umdeilda ákvörðun 2013 þegar hann yfirgaf Borussia Dortmund fyrir Bayern München fyrir metfé.

Þrátt fyrir að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn tvívegis og þýska bikarinn þá hefur Götze ekki náð þeim hæðum sem vonast hafði verið eftir. Struth kennir þjálfaranum um.

„Guardiola hefur eyðilagt Götze. Honum finnst hann ekki hafa traust þjálfarans. Guardiola notar Götze ekki í mikilvægum leikjum, hann spilar bara auðvelda leiki. Mér finnst stórfurðulegt að enginn hjá félaginu hafi brugðist við. Bayern vantar karakter eins og Uli Höness aftur," segir Struth.
Athugasemdir
banner
banner