banner
   mið 08. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Goran Pandev til Genoa (Staðfest)
Goran Pandev gerði 48 mörk í 159 deildarleikjum fyrir Lazio.
Goran Pandev gerði 48 mörk í 159 deildarleikjum fyrir Lazio.
Mynd: Getty Images
Goran Pandev er kominn til Genoa á frjálsri sölu eftir gott tímabil hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Pandev gerði sjö mörk í sautján leikjum fyrir tyrkneska félagið sem vann bæði deild og bikar.

Pandev verður 32 ára gamall síðar í júlí og hefur gríðarlega mikla reynslu úr ítalska boltanum þar sem hann hefur leikið með liðum á borð við Lazio, Inter og Napoli á síðustu árum.

Genoa endaði í sjötta sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili en missti af evrópudeildarsæti vegna þess að heimavöllur félagsins þykir ekki uppfylla kröfur evrópska knattspyrnusambandsins. Genoa missti því evrópudeildarsæti sitt til erkifjendanna og nágrannanna í Sampdoria, sem hafa samþykkt að spila heimaleiki sína í Evrópudeildinni á heimavelli Sassuolo.
Athugasemdir
banner
banner
banner