mið 08. júlí 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Topplið Blika heimsækir ÍBV
Blikastúlkur hafa verið að gera góða hluti og eru á toppi Pepsi-deildarinnar.
Blikastúlkur hafa verið að gera góða hluti og eru á toppi Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur verið að misstíga sig í undanförnum leikjum en getur sett mikla pressu á bæði Blika og Stjörnuna með sigri í kvöld.
Selfoss hefur verið að misstíga sig í undanförnum leikjum en getur sett mikla pressu á bæði Blika og Stjörnuna með sigri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem tólf lið etja kappi í kvennaboltanum og fjórtán í karlaboltanum.

Breiðablik, topplið Pepsi-deildar kvenna, heimsækir ÍBV í spennandi viðureign sem hefst á sama tíma og viðureign Akureyringanna í Þór/KA gegn Selfyssingum sem hafa verið að misstíga sig.

Fjórir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna þar sem HK/Víkingur getur bætt við fjögurra stiga forystuna á toppi A-riðils með sigri gegn botnliði Keflvíkinga. Í B-riðlinum eiga FH og Fram erfiða útileiki en setja mikla pressu á topplið Grindavíkur með sigri.

Í 4. deildinni getur ÍH jafnað Arborg á toppi A-riðils með sigri gegn botnliði Kónganna á meðan KH, topplið B-riðilsins, mætir Augnabliki í toppslag við Hlíðarenda.

Þá er einnig toppslagur á dagskrá í C-riðli þar sem topplið Þróttar Vogum mætir Erninum sem er þremur stigum eftirá.

Í D-riðli eiga toppliðin útileiki. Hvíti riddarinn heimsækir botnlið Skautafélags Reykjavíkur á meðan Vængir Júpiters eiga útileik gegn Kríu, sem er fimm stigum neðar og í þriðja sæti riðilsins.

Pepsi-deild kvenna
18:00 ÍBV-Breiðablik (Beint á SportTV.is - Hásteinsvöllur)
18:00 Þór/KA-Selfoss (Þórsvöllur)

1. deild kvenna A-riðill
20:00 Keflavík-HK/Víkingur (Nettóvöllurinn)

1. deild kvenna B-riðill
20:00 Álftanes-Hvíti riddarinn (Bessastaðavöllur)
20:00 Fjölnir-FH (Fjölnisvöllur)
20:00 Víkingur Ó.-Fram (Ólafsvíkurvöllur)

4. deild A-riðill
20:00 ÍH-Kóngarnir (Hamranesvöllur)

4. deild B-riðill
19:00 Vatnaliljur-Mídas (Fagrilundur)
20:00 KH-Augnablik (Hlíðarendi)

4. deild C-riðill
19:00 Örninn-Þróttur V. (Kórinn - Gervigras)
20:00 KFG-Ísbjörninn (Samsung völlurinn)

4. deild D-riðill
20:00 Vængir Júpiters-Kría (Fjölnisvöllur - Gervigras)
20:00 SR-Hvíti riddarinn (Gervigrasvöllur Laugardal)
Athugasemdir
banner
banner
banner