Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 07. júlí 2015 23:09
Daníel Geir Moritz
Þorvaldur Örlygs: Tímabilið eins og ég bjóst við bara
Þorvaldur bjóst ekki við meiru af HK
Þorvaldur bjóst ekki við meiru af HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir að lið hans hafi tapað 1-3 fyrir gamla liði hans, Fjarðabyggð.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Fjarðabyggð

„Það þarf að skora mörk til að vinna leiki. Spilamennskan var mjög góð að mörgu leyti. Betri spilkaflar en í undanförnum leikjum og líklega ekki fengið eins mörg færi í leik í sumar.“

HK hefði átt að jafna metin þegar Guðmundur Magnússon fékk algjört dauðafæri. „Við fáum færi á svona krítískum mómentum, við erum í dauðafæri og getum sett hann inn og svo allt í einu fáum við mark í bakið á klaufalegan hátt og tvö núll. Mér fannst samt þegar við fengum vítið í stöðunni 3-0 við getað jafnað leikinn, við vorum með þannig control á leiknum.“

HK kýldi boltann oft yfir miðjuna og reyndu leikmenn liðsins að finna Guðmund Atla sem er talsvert hærri en varnarmenn Fjarðabyggðar. Aðspurður hvort það hafi verið uppleggið stóð ekki á svari hjá Þorvaldi: „Nei, það var ekki.“

Búist var við að HK myndu blanda sér í toppbaráttu í sumar en raunin hefur verið allt önnur og er liðið aðeins með 12 stig eftir 10 leiki. Þorvaldur bjóst þó ekki við meiru af liðinu. „Tímabilið er eins og ég bjóst við bara. Ég veit ekki hvað aðrir búast við enda skiptir það mig engu máli. Þetta er það sem ég bjóst við. Við eigum bara langt í land með margt hjá félaginu og við höldum bara áfram.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner