Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 07. júlí 2015 23:10
Daníel Geir Moritz
Binni Gests: Búinn að missa tvo lítra af vatni en engan saur
Þessir menn misstu 7 lítra af vatni í kvöld að sögn Brynjars
Þessir menn misstu 7 lítra af vatni í kvöld að sögn Brynjars
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég er bara góður. Búinn að missa tvo lítra af vatni en engan saur,“ sagði Brynjar Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar eftir 1-3 sigur á HK í Kórnum í kvöld. „Við vorum góðir í dag og áttum þetta fyllilega skilið. Vorum miklu betri.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefði getað leikið síðasta heimaleik sinn á Eskjuvelli en Austanmenn kusu að leika innandyra til að vera betur gíraðir fyrir leikinn gegn HK. „Við sáum ekki ástæðu til þess að fara af undirlaginu sem við erum að spila á, í það að spila á grasi sem við erum ekki einu sinni búnir að stíga inn á, í það síðan að fara á þetta undirlag hérna þrem dögum síðar og fara svo á gras aftur. Ég er mjög sáttur og við vissum alveg hvað við vorum að gera, þó svo að það hafi ekki fallið í kramið hjá öllum Austfirðingum.“

Brynjar var ósáttur með dómgæsluna í kvöld og er á því að Sigurður Óli Þorleifsson eigi að vera betri dómari eftir svona langan dómaraferil. Einna helst er hann ósáttur við meðferð sem Brynjar Jónasson, framherji Fjarðabyggðar, fær hjá dómurum landsins. „Það liggur við að menn séu komnir með hendurnar í rassvasann til að spjalda Brynjar. Menn þurfa að taka sig á þarna. Ég get ekki séð hvar menn finna þessar ástæður, því þetta er klárlega brot,“ og vísar Brynjar í þegar nafni hans féll í teig HK og fékk gult spjald fyrir leikaraskap en Brynjar vildi fá víti.

Fjarðabyggð getur farið upp í 2. sæti deildarinnar með sigri á laugardaginn. „Það er rosalega gaman að eiga kost á því að geta spilað upp á þessa hluti. Við tökum bara einn leik í einu. Hvað sem verður erum við að spila vel í augnablikinu.Við mætum bara kokhraustir í þennan leik.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner