Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júlí 2015 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sjáðu atvik leiksins: Dómarinn fluttur á sjúkrahús
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gekk mikið á hjá dómurunum í leik KR og Breiðabliks í kvöld þó leikurinn sjálfur hafi verið afar tíðindalítill og fátt um merkilega hluti. Úrslitin 0-0.

Aðstoðardómari meiddist í upphitun og sjálfur aðaldómarinn var í hálfleik fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið heilahristing.

Þorvaldur Árnason sá um að dæma leikinn en fékk hörkuneglu frá Atla Sigurjónssyni í sig. Eftir þetta fékk Þorvaldur heilahristing og ældi á leið til búningsklefa.

Erlendur Eiríksson sem hafði þurft að hefja leikinn sem aðstoðardómari eftir meiðslin í upphitun tók við flautunni og Jóhann Gunnar Guðmundsson var kallaður úr stúkunni til að flagga.

Hér að neðan má sjá atvikið þegar Atli negldi boltanum í Þorvald en klippan er frá Vísi.

Sjá einnig:
Skýrslan úr leiknum
Viðtal við Atla Sigurjóns eftir leik


Athugasemdir
banner
banner