Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júlí 2015 06:00
Fótbolti.net
Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg fór fram um síðustu helgi
Mynd: Kristján Bernburg
Næstsíðasta námskeiðið í Knattspyrnuskóla KB í Belgíu 2015 endaði um helgina en 33 íslenskir piltar á aldrinum 14-16 ára voru í skólanum. Það er VITA sport sem selur ferðir í skólann sem fer þrisvar fram í ári. Mun Vita byrja að skrá í skólann 2016 í september.

Sjö fastir þjálfarar eru við skólann auk gestaþjálfara þannig að æft var í litlum hópum þar sem hámark átta leikmenn voru á þjálfara.

Í ferðinni var leikið á móti Standard-Wetteren þar sem íslensku piltanir unnu. Bestir í skólanum að þessu sinni voru þeir Aron Kári Aðalsteinsson,Atli Barkason og Axel Freyr Harðarson sem hlaut treyjuna sem Sverrir Ingi Ingason leikmaður Lokeren gaf.

Farastjóri í ferðinni var Guðjón Örn Jóhannsson og stóð hann sig frábærlega og hélt hann vel um hópinn allan tímann. Hópurinn fór í skemmtigarð Walibi og go-kart auk þess var boðið upp á fyrir lestra hvernig leikmenn geta bætt sig, knattspyrnu jóga og f.l.
Athugasemdir
banner