sun 02. ágúst 2015 19:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Roy Keane hefur ekki trú á að United vinni deildina
Roy Keane á góðri stundu.
Roy Keane á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United efast um að liðið geti endað ofar en Chelsea á leiktíðinni, þrátt fyrir marga nýja leikmenn.



United liðið er búið að eyða miklum fjármunum í leikmenn eins og Mamphis Depay, Morgan Schneiderlin, Bastian Schweinsteiger, Matteo Darmian og Sergio Romero.

Ander Herrera, Luke Shaw, Marcos Rojo, Daley Blind og Angel Di Maria komu til liðsins á síðustu leiktíð en sá síðastnefndi fer til PSG í vikunni.

Keane segir hins vegar að United þurfi meira, ætli þeir sér að sigra Chelsea.

„United eru ekki lengur eins og þeir voru, þeir eru svolítið gamaldags núna, kaupa fullt af leikmönnum og halda að það muni virka en það tekur tíma en þeir verða klárlega sterkari í ár."

„Van Gaal er búinn að vera með á undirbúningstímabilinu og þeir líta vel út. En ég held að beinagrindin í United liðinu sé ekki nógu sterk. Þeir þurfa ennþá miðvörð."

„Ef ég ætti að veðja á deildina í ár þá myndi ég veðja á Chelsea," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner