Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2015 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jose Mourinho ætlar að þjálfa þar til hann verður sjötugur
Jose Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Jose Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að hann sé betri þjálfari en hann var fyrir tíu árum og ætli að þjálfa þar til hann verður sjötugur.

Mourinho er 52 ára og á besta aldri til að vera þjálfari í ensku úrvalsdeildinni. Sir Alex Ferguson var 71 árs þegar hann hætti.

„Ég get séð sjálfann mig vera í þessu til sjötugs, ekki að eilífu en á meðan ég er við góða heilsu," sagði Mourinho.

„Reynsla er mjög mikilvæg í þessu starfi. Leikmenn þurfa að berjast við líkamann sinn er þeir eldast en það er öðruvísi með þjálfara."

„Ekki nema þú missir listina á að þjálfa, en það er önnur saga. Ég er betri en ég var fyrir tíu árum, ég er ennþá að þróast sem þjálfari."
Athugasemdir
banner