Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. ágúst 2015 15:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mannréttindasamtök fordæma heimsókn Messi til Gabon
Messi í heimsókn sinni.
Messi í heimsókn sinni.
Mynd: Getty Images
Mannréttindarsamtök hafa fordæmt Lionel Messi fyrir að hafa farið til Gabon að hitta einræðisherra landsins, Ali Bongo.

Leikmaðurinn var myndaður með Bongo en hann var í heimsókn í landinu til að hjálpa við Afríkukeppnina sem fram fer árið 2017 en hann heimsótti einnig spítala og veitingastað sem Bongo fjölskyldan á.

Stjórnvöld í Gabon hafa neitað því að Messi hafi fengið fúlgum fjár fyrir heimsóknina, þá hefur hann samt sem áður legið undir gagnrýni vegna heimsóknarinnar.

„Með því að fara í þessa heimsókn hefur hann skaðað ímynd sína við góðgerðarmál. Messi segist styðja réttindi barna en hann fór í heimsókn til manns sem neitaði að rannsaka morð á börnum í Gabon," sagði Thor Hallvorssen, forseti mannréttindasamtakanna.

„Kostnaðurinn við að halda Afríkumótið er gríðarlegur, samt sem áður lifir 20% af fólkinu í landinu á undir 2 dollurum á dag," bætti Hallvorssen við.

Athugasemdir
banner
banner
banner