Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 04. ágúst 2015 17:15
Magnús Már Einarsson
„Forðumst fall með okkar sókndjarfa kampavínsbolta"
Stuðningsmaður Bournemouth - Guðmundur Freyr Pálsson
Guðmundur Freyr og Eddie Howe stjóri Bournemouth.
Guðmundur Freyr og Eddie Howe stjóri Bournemouth.
Mynd: Úr einkasafni
Hópmynd eftir leik Bournemouth og Cardiff í fyrra með Aroni Einari Gunnarssyni.  Með Guðmundi á myndinni eru Þórdís kærasta hans, Þórdís systir hans og Ásgeir Þór bróðir hans.
Hópmynd eftir leik Bournemouth og Cardiff í fyrra með Aroni Einari Gunnarssyni. Með Guðmundi á myndinni eru Þórdís kærasta hans, Þórdís systir hans og Ásgeir Þór bróðir hans.
Mynd: Úr einkasafni
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildina sem hefst á laugardaginn. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Bournemouth er spáð 18. sætinu.

Guðmundur Freyr Pálsson styður nýliðina og hann svaraði nokkrum spurningum fyrir tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Bournemouth af því að....Ég flutti til Bournemouth fyrir nokkrum árum í nám, þegar þeir voru bæði í fótbolta og fjárhagsbasli í League 2, og maður gerði sér reglulega leið á völlinn með strákunum, eða einum stjórnarmeðlimi liðsins, sem ég með minni háu námsmannaveltu, bý og leigi út lítið garðhús fyrir utan ofboslega fína húsið hans. Upp úr þessu byrjar í raun kærleikur minn fyrir klúbbnum sem og öskubusku ævíntýri liðsins sem kórónaðist nú eftir seinasta tímabil þegar við tryggðum okkur upp í úrvalsdeild.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Ég í raun og veru fer eins oft og ég kemst yfir miða, sem er bara kannski 4-5 sinnum á tímabili. Og hafa þá nokkrir af þessum leikjum reynst einstakir gleðigjafar, líkt og 2-1 sigur á móti West Brom í bikarnum, og 5-3 markasúpan á móti Aroni Einari og félögum í Cardiff á þessu tímabili.

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Ég í raun verð að velja tvö. 1. Matt Richie - 25 ára eldsnöggur og flinkur lítill kantmaður sem og skoskur landsliðsmaður, var keyptur árið 2013 og megum við þakka honum að einhverjum hluta fyrir frábært gengi síðan þá.
2. Harry Arter - 25 ára Írskur Charlie Adam, bara í formi. Algjört fan favorite sem var keyptur á heil svakaleg 4000 pund frá Woking 2010.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... David De Gea til að keppast við Adam Fedirici og Arthur Boruc um skyrtu númer 1.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Ekki annað hægt held ég. Byrjaði að spila fyrir Bournemouth 13 ára. Tók við liðinu sem yngsi stjóri í sögunni þá 31 árs og bjargaði liðinu frá falli þrátt fyrir að hafa byrjað það tímabil með -17 stig. Fór til Burnley í 1 ár og kom til baka heim og kom okkur upp um 2 deildir á 3 árum síðan þá. Var svo valinn stjóri áratugsins í neðri deildunum fyrr á þessu ári. Er í algjörri guðatölu meðal stuðningsmanna.

Hvernig er stemningin í Bournemouth fyrir fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni?
Stemningin hefur stigmagnast frá ári til árs seinustu 3 ár, og það er svokallað “football fever” hvert sem þú ferð, þar sem búðir flagga liðsfánanum og maður sér fólk hvert sem maður fer í rauðu og svörtu treyjunni. Það mættu líka 60 þúsund manns að sjá liðsrútunna fagna titlinum daginn eftir sigurinn á deildinni sem var rosalegt, og virkilega gaman að sjá.

Dean Court tekur einungis 11,700 áhorfendur. Er ekki slegist um miðana fyrir leikina í vetur? Það hefur ekki verið auðvelt að fá miða undanfarin ár og það var í neðri deildunum. Núna eru ögn stærri lið að fara koma í heimsókn þannig jú ég held að það verði alveg ofboðslega erfitt. Bræður mínir eru að koma í heimsókn í desember til að koma á United leikinn og er miðabrask strax byrjað og get ég ekki lofað þeim neinu.

Í hvaða sæti mun Bournemouth enda á tímabilinu?
Við forðumst fall með okkar sókndjarfa kampavínsbolta, og mun Callum Wilson reka lestina í markaskorun. 14. sæti raunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner