Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   þri 04. ágúst 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Marija Radojicic í Val (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Pepsi-deild kvenna en Marija Radojicic hefur samið við félagið.

Marija er 23 ára gömul en hún er í landsliði Serbíu.

Síðast spilaði Marija með SV Neulengbach frá Austurríki en það lið fór í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Elín Metta Jensen, aðalframherji Vals, er farinn til Bandaríkjanna í skóla og Marija á að fylla skarð hennar.

Valur mætir Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna á Hlíðarenda á fimmtudaginn.
Athugasemdir