Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 09. ágúst 2015 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Valur fær einn besta gervigrasvöll Norðurlanda
Þarna kemur gervigras.
Þarna kemur gervigras.
Mynd: Fótbolti.net - Birgir Viðar Halldórsson
Valsmenn munu fá nýjustu gerð af gervigrasi.
Valsmenn munu fá nýjustu gerð af gervigrasi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Heimaleikir meistaraflokks karla hjá Val eru fluttir tímabundið á Laugardalsvöllinn vegna framkvæmda á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Valur mætir Breiðabliki í Laugardalnum annað kvöld.

Verið er að leggja gervigras á aðalvöll Vals en gervigrasvæðingin er umdeild meðal fótboltaáhugafólks. Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, var gestur útvarpsþáttar Fótbolta.net og útskýrði þar þessa ákvörðun.

„Þetta snertir fyrst og fremst aðstöðuleysi knattspyrnudeildar Vals í heild sinni. Af þessum stóru félögum á Reykjavíkursvæðinu höfum við verið það eina sem er ekki með upphitaðan völl. Gervigrasvöllurinn sem er á Hlíðarendasvæðinu er ekki með upphitun og er því harðari og verri en aðrir vellir yfir vetrartímann," segir Jóhann.

Gervigras í mikilli sókn
„Við erum með samning við Reykjavíkurborg sem var gerður 2013 um að leggja nýjan gervigrasvöll samhliða þeim framkvæmdum sem eru á Hlíðarendareitnum. Í aðalstjórn Vals og knattspyrnudeild fórum við að ræða hvort það væri sniðugt að leggja gervigrasið á aðalvöllinn og breyta um stíl. Við ákváðum að stofna nefnd og við gerðum rannsókn á þessu."

Farið var í mikla vinnu og allar hliðar skoðaðar áður en ákvörðunin var tekin.

„Meðal þess sem við gerðum var að ræða við Stjörnumennina og skoða þróun í Skandinavíu þar sem gervigras hefur verið í mikilli sókn. Stjörnumenn telja að ákvörðunin hafi verið mjög góð hjá sér. Að margra mati er það að auki betra á ákveðnum tímapunktum að spila á gervigrasi, til dæmis í byrjun móts þegar talað er um að sigrarnir vinnist á hörkunni. Á vorin og seint á haustin er gervigras bara betri kostur," segir Jóhann en Vodafone-völlurinn verður með nýjustu kynslóð af gervigrasi.

„Við ætlum að gera þetta afskaplega vel og ætlum að vera með einn fullkomnasta gervigrasvöll á Norðurlöndunum. Við fengum að handvelja úr nýjustu gerð í Þýskalandi. Það verður vökvunarkerfi inn í vellinum svo við getum búið til algjörar toppaðstæður á Vodafone-vellinum."

Nýtingin á mannvirkinu margfaldast
Með þessari breytingu verður hægt að nýta stúkuna og allt kringum völlinn betur því með gervigrasi geta yngri flokkar nýtt völlinn í auknum máli.

„Útgangspunkturinn hjá okkur er nýtingin á mannvirkinu. Nýtingin hjá okkur núna er á bilinu 110-130 klukkustundir á ári en við erum að fara upp í mögulega 1.500 klukkustundir á ári þegar þetta verður tilbúið," segir Jóhann.

„Auðvitað skiljum við að við toppaðstæður sé náttúrugras það sem menn vilja. Við berum virðingu fyrir því. Það hafa allir sína skoðun á þessu en við gerðum spurningalista sem var lagður fyrir leikmenn, þjálfara félagsins og fleiri. Útkoman var að miðað við aðstæður félagsins í dag vildu 62% að farið yrði í þessar framkvæmdir."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar Jóhann meðal annars um gervigrasvæðinguna í öðrum Evrópulöndum og segir að fleiri félög á Íslandi séu að skoða það alvarlega að fara þessa leið.

Sjá einnig:
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner