Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 10. ágúst 2015 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Böddi löpp og Þórarinn Ingi: Hungur eftir vonbrigðin í fyrra
Þórarinn Ingi og Böðvar.
Þórarinn Ingi og Böðvar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Þórarinn Ingi Valdimarsson og Böðvar Böðvarsson (Böddi löpp), leikmenn FH, komu í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu á laugardag. Viðtalið við þá má heyra í spilaranum hér að ofan.

„Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur finnst mér, með Evrópuleikjunum meðtöldum. Kannski var smá hikst í okkur um tíma en þetta er að fara í rétta átt," segir Þórarinn sem keyptur var til FH frá ÍBV síðasta vetur. Hann er ánægður með lífið í Kaplakrika.

„Ég var meiddur í byrjun en nú er maður kominn inn í þetta og er að byrja flesta leiki. Það er mjög jákvætt en vonandi verður stígandi í þessu og maður festir sig enn betur í sessi."

Böddi hefur verið í stóru hlutverki hjá FH í sumar og segir hann að lokaleikurinn í fyrra virki sem drifkraftur í ár. FH tapaði fyrir Stjörnunni í lokaleik síðasta tímabils en það var hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

„Hungrið er svo mikið hjá okkur sjálfum eftir þennan leik í fyrra. Maður hugsaði um þennan leik í hálft ár og hugsar út í þau vonbrigði til að peppa sig. Maður lætur utanaðkomandi umfjöllun ekki hafa nein áhrif. Maður mátti ekki fara í afmæli á sínum tíma og þá fór fólk að syngja Stjörnulög en maður ætlar að svara fyrir þetta," segir Böddi.

Í yngri flokkum hefur hann meðal annars leikið sem miðjumaður og kantmaður en er í bakverðinum hjá FH og hefur staðið sig vel. Hann telur að bakvörðurinn sé líklega hans framtíðarstaða.

„Mér finnst mjög gaman að spila bakvörð og er til í að festa mig þar. Vinstri bakvörður er staðan sem ég set stefnuna á."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en FH mætir Skaganum í Pepsi-deildinni í kvöld og búast Þórarinn og Böðvar við baráttuleik.

Sjá einnig:
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner