Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 12. október 2004 08:54
Beckham reyndi að fá gult spjald til að fá leikbann
Beckham heldur um rifbeinin á leið sinni útaf vellinum
Beckham heldur um rifbeinin á leið sinni útaf vellinum
David Beckham fyrirliði Englands í knattspyrnu reyndi að fá gult spjald í leiknum gegn Wales í undankeppni HM á laugardaginn. Ástæðan er sú að til að fá eins leiks bann þarf aðeins tvö gul spjöld en Beckham vissi þá að hann myndi ekki spila leikinn gegn Azerbaijan á morgun vegna meiðsla.

Forsaga málsins er sú að Beckham og Ben Thatcher fóru báðir í vafasama tæklingu en Thatcher fór með olnbogann á undan sér og í magann á Beckham. Höggið var það þungt að hann brákaði rifbein og það fékk hann að vita þegar hann fór út af vellinum til að fá læknisaðstoð.

Hann fór hinsvegar aftur inn á völlinn og þar var hann ekki búinn að vera nema í örfáar sekúndur þegar hann tæklaði Thatcher gróflega og hefndi sín þar með fyrir brotið og fékk í leiðinni leikbann. Það verður að segjast að þetta hafi verið sniðugt hjá Beckham sem hefði ekki getað spilað leikinn gegn Azerbaijan á morgun hvort sem var.

"Ég er viss um að sumir héldu að ég væri ekki nógu gáfaður til að gera eitthvað sem er svona sniðugt" sagði Beckham. "En ég er nógu gáfaður. Ég fann fyrir meiðslunum svo ég braut á Thatcher, þetta var viljandi.

Ég vissi strax að ég hefði brotið rifbein, ég hef lent í því áður. Ég vissi að ég myndi vera frá í smá tíma svo ég hugsaði með mér:" Losum okkur við þetta gula spjald."

Þetta er samt pirrandi. Leikurinn á laugardaginn var einn af mínum bestu leikjum. Ég skoraði eitt besta markið mitt á ferlinum, það er þarna með markinu gegn Grikkjum, Kólumbíu og Wimbledon."

Athugasemdir
banner
banner
banner