Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. ágúst 2015 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 16. umferð: Lygilegt hvernig hann hefur smollið
Jonathan Glenn (Breiðablik)
Glenn skoraði þrennu í síðustu umferð.
Glenn skoraði þrennu í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildarinnar en þessi funheiti sóknarmaður gekk í raðir Breiðabliks frá ÍBV í glugganum. Hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Blika gegn ÍA í síðustu viku.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferðarinnar
Lokahóf umferðarinnar - Vond vika fyrir KR

„Það er lygilegt hversu vel hann hefur smollið inn. Þetta styður alla þá umræðu að þeim hafi vantað senter sem gæti slúttað. Hann hefur verið að skora ekta senters-mörk, það er verið að skjóta í hann og inn og það sýnir markheppnina sem hann er með," segir Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um Glenn.

„Blikum vantaði einmitt þessa týpu og þeir væru í enn betri málum ef þeir hefðu haft hann allt tímabilið. Leikstíll Blika hentar Jonathan Glenn mjög vel, Blikar eru mikið með boltann og byggja upp sóknir frá öftustu línu. Þeir þurfa að hafa mann í teignum og hann er fyrirferðamikill í teignum."

Glenn er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með 9 mörk en Blikar eru fjórum stigum frá toppliði FH.

„Þetta var frábært framlag hjá liðinu, við þurftum að leggja okkur hart. Við fengum færi í fyrri hálfleik en náðum að tryggja sigurinn í seinni hálfleik. Við vorum óheppnir að nýta ekki færin í fyrri hálfleik en við vissum að við hefðum gæðin og okkur tókst að sýna það í seinni hálfleik," sagði Glenn í viðtali eftir sigurleikinn, en hann er að vonum ánægður með fyrstu vikurnar hjá Blikum.

„Við erum með frábært lið, sumir strákarnir eru meðal þeirra bestu í deildinni, það er auðvelt að spila með þeim."

Fyrr í þessum mánuði lýsti hann því yfir í viðtali að hann væri hæstánægður með lífið í Breiðabliki.

„Þetta er frábært, ég elska þetta. Hópurinn er frábær, stuðningsmennirnir frábærir og þjálfarateymið frábært," sagði Jonathan Glenn.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner