lau 29. ágúst 2015 20:04
Elvar Geir Magnússon
Jonny Evans til West Brom (Staðfest)
Evans í leik með Manchester United.
Evans í leik með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Jonny Evans hefur gengið frá félagaskiptum sínum frá Manchester United til West Brom. Tony Pulis, stjóri West Brom, segist hafa horft til þessa 27 ára leikmanns í nokkurn tíma.

Evans lék 198 leiki fyrir United og vann enska meistaratitilinn þrívegis. Hann datt hinsvegar út úr myndinni hjá Louis van Gaal.

Evans, sem átti tvær lánsdvalir hjá Sunderland á sínum tíma, hefur ekkert spilað fyrir United á þessu tímabili en hann hafði einnig verið orðaður við Everton. Hann gerði fjögurra ára samning við WBA.

Hjá West Brom hittir Evans miðjumanninn Darren Fletcher sem yfirgaf United í janúar og hefur verið gerður að fyrirliða.

Fleiri leikmenn gætu yfirgefið United áður en félagskiptaglugganum verður lokað en Javier Hern­and­ez hefur fengið þau skilaboð að hann sé ekki inni í myndinni hjá Van Gaal. Bayer Leverkusen í Þýskalandi ku hafa áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner