Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. ágúst 2015 22:13
Daníel Freyr Jónsson
De Gea ekki til Real Madrid
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Real Madrid mistókst að ganga frá kaupum á markverðinum David De Gea í tæka tíð fyrir lok félagaskiptagluggans. Allt bendir því til þess að De Gea verði áfram hjá Manchester United til áramóta hið minnsta.

Félagaskiptaglugginn á Spáni lokaði klukkan 22:00 að íslenskum tíma og samkvæmt spænskum fjölmiðlum höfðu allir hluteigandi aðilar skrifað undir nauðsynleg gögn í tæka tíð. Þau skiluðu sér hinsvegar ekki til spænska knattspyrnusambandsins fyrir lokun gluggans.

Keylor Navas hefði farið til United í staðinn og var heildarverðmæti samningsins um 29 milljónir punda.

Frá þessu greina bæði spænskir og enskir fjölmiðlar og segja þeir að mikilvægt fax hafi ekki skilað sér frá skrifstofu United til Spánar tímalega.

Afar ólíklegt verður því að teljast að De Gea yfirgefi Old Trafford strax þar sem spænskir fjölmiðlar greina enn fremur frá því að spænska knattspyrnusambandið hafi aldrei áður veitt undantekninar á reglum þess varðandi lokun gluggans.
Athugasemdir
banner
banner