Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 31. ágúst 2015 22:53
Daníel Freyr Jónsson
Misvísandi fréttir frá Spáni - Fer De Gea til Real eftir allt?
Mynd: Getty Images
Sagan um félagaskipti David De Gea til Real Madrid frá Manchester United virðist ekki vera á enda þó að félagaskiptaglugginn á Spáni sé þegar lokaður.

Fjölmiðlar á Spáni og Englandi hafa greint frá því að nauðsynleg gögn frá United hafi ekki skilað sér inn á skrifstofu spænska knattspyrnusambandsins fyrr en mínútu eftir að glugginn lokaði.

Engar undanþágur eru veittar á Spáni eftir lokun gluggans og var fljótlega greint frá því að félagaskiptin myndu ekki eiga sér stað í bili.

Nú er hinsvegar greint frá því að bæði félögin segjast hafa sannanir fyrir því að gögnin hafi verið send á tilsettum tíma og að þau séu tímastimpluð af félagaskiptakerfi FIFA.

Því er núna alls óljóst hvað verður, en líklega mun það allt skýrast á næstu klukkutímum eða í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner