Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 31. ágúst 2015 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Gat Real Madrid ekki opnað skjalið frá Man Utd?
Framtíð David de Gea ræðst í fyrramálið.
Framtíð David de Gea ræðst í fyrramálið.
Mynd: Getty Images
Hugsanleg félagsskipti David de Gea eru það allra umtalaðasta á Twitter í kvöld.

Það er enn óljóst hvort það verði eitthvað úr félagsskiptunum og herma sögusagnir að Real Madrid hafi fengið gögnin send á réttum tíma frá Manchester United, en hafi ekki tekist að opna skjalið sem gögnin voru vistuð í.

Marca og AS greina frá þessu og hafa fjölmargir notendur Twitter tjáð sig um málið þar sem mikið grín er gert að því að tölvutengt vandamál hafi komið í veg fyrir svona stór félagsskipti. Orðrómurinn er orðinn svo stór að það var meira að segja greint frá honum á Sky Sports, sem er lítið fyrir orðróma.

Óljóst er hvort eitthvað sé til í þessum orðrómum, sem hafa fengið mikinn byr undir báða vængi á Twitter en verða að teljast ólíklegir í ljósi þess að nú er árið 2015.

Staðreyndirnar eru þó taldar vera þær að bæði Real Madrid og Manchester United vilja að félagsskiptin gangi í gegn og segjast bæði félög vera með sannanir fyrir því að hafa skilað öllum gögnum inn á réttum tíma.

Málið verður leyst í fyrramálið en helstu fjölmiðlamenn eru sammála sín á milli um að það er líklegra að De Gea fari til Real heldur en ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner