Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 01. september 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Rýnt í leikinn - Kolbeinn Tumi: Pása frá þingmönnum
Icelandair
Kolbeinn Tumi í viðtalinu.
Kolbeinn Tumi í viðtalinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Holland er með sterkara lið, bæði á pappírnum og í sögulegu samhengi. Við tókum þá í gegn á Laugardalsvelli og þeir eru brenndir af því," segir Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, í viðtali við Fótbolta.net í Hollandi.

Tumi var íþróttafréttamaður áður en hann var ráðinn fréttastjóri og bregður sér aftur í það hlutverk fyrir 365 miðla í Amsterdam.

„Persónulega finnst mér mjög gaman að taka smá pásu af fréttum af þingmönnum og skrifa fréttir um okkar aðalhetjur."

Búast má við því að varnarskipulagið verði í forgrunni hjá íslenska landsliðinu á fimmtudag og liðið haldi sig til baka til að byrja með.

„Það er mikilvægt að skotgrafirnar okkar verði framarlega á vellinum, að við verðum ekki inn á okkar þriðjungi að verjast heldur séum við miðjuna eða ofar eins og í leiknum heima. Þar vorum við passífir en unnum 2-0. Við verðum að mæta þeim þannig að þeir fái ekki nein svæði til að leika sér með boltann. Það gerðum við rosalega vel á Laugardalsvelli en það er meira en að segja það að mæta til Hollands og ætla að gera það sama og við gerðum heima," segir Tumi.

Ljóst er að Emil Hallfreðsson verður ekki með gegn Hollendingum en hann var í byrjunarliðinu í síðasta leik. Hvaða breytingar reiknar Tumi með að gerðar verði?

„Þeir eru mjög íhaldssamir og ég á ekki von á miklum breytingum. Gylfi og Aron verða áfram á miðjunni ef Aron verður heill. Birkir og Jói verða líklega á köntunum og svo er bara spurning hver verður með Kolla frammi? Jói Berg verður í liðinu, þetta er bara spurning hver kemur inn í framherjann held ég," segir Tumi sem spáir 1-1 en spjallið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner