mið 02. september 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Bradley Johnson í Derby (Staðfest)
Úrvalsdeildin er einum grjóthörðum miðjumanni fátækari.
Úrvalsdeildin er einum grjóthörðum miðjumanni fátækari.
Mynd: Getty Images
Championship-deildarlið Derby County hefur gengið frá kaupunum á miðjumanninum Bradley Johnson frá Norwich.

Johnson var hluti af liði Norwich sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á síðustu leiktíð og var hann lykilmaður í liðinu. Koma þeirra Youssouf Mulumbu og Graham Dorrans til Carrow Road hefur hins vegar fækkað tækifærum Johnson fyrstu vikurnar á nýju tímabili.

Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur nú skrifað undir fjögurra ára samning hjá Derby og Paul Clement, stjóri liðsins, er í skýjunum með liðsstyrkinn.

„Að fá Bradley til Derby er ótrúlegt fyrir félagið. Reynsla hans mun reynast okkur ómetanleg, hann veit hvernig á að komast upp úr þessari deild og er leiðtogi," sagði Clement ánægður.

Athugasemdir
banner