Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. september 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Nýfarinn Dante vill fara í taugarnar á Bayern
Dante yfirgaf Bayern fyrir Wolfsburg.
Dante yfirgaf Bayern fyrir Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Dante, sem gekk til liðs við Wolfsburg frá Bayern Munchen rétt fyrir lok félagaskiptagluggans, vill fara í taugarnar á sínum gömlu félögum.

Dante átti þrjú afar góð ár í Munchen og yfirgefur félagið sem Þýskalandsmeistari. Nú er hann kominn til eins af fáum félögum sem gætu hirt titilinn af Bayern, en Wolfsburg lenti í 2. sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð og vann ofurbikarinn áður en þetta tímabil hófst.

Dante hefur trú á því að Wolfsburg, sem einnig fékk Julian Draxler frá Schalke á mánudag eftir að hafa selt Kevin De Bruyne til Manchester City, geti strítt Bayern.

„Wolfsburg er að reyna að bæta sig og það er líka mitt markmið," sagði þessi 31 árs gamli miðvörður.

„Við viljum fara í taugarnar á Bayern Munchen. Við vitum að það verður erfitt en við munum reyna allt hvað við getum."

„Ég átti mjög góðan tíma hjá Bayern, þetta var falleg saga, mjög góð þrjú ár. Ég vann marga titla þar, en nú er það búið. Ég verð að horfa fram á veginn og nú mun ég gefa allt sem ég á til Wolfsburg."

Athugasemdir
banner
banner