Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
banner
   þri 01. september 2015 21:55
Magnús Þór Jónsson
Jónas: Besta lið Víkings frá upphafi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stórkostlegt lið sem við eigum og besta lið Víkings frá upphafi," sagði Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings frá Ólafsvík við Fótbolta.net eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Víkingur Ólafsvík er að fara í annað skipti upp í Pepsi-deildina. Hver er galdurinn?

„Það er vinna og eljusemi þeirra sem standa af liðinu. Menn hafa óbilandi trú á því sem menn eru að gera. Menn eru óeigingjarnir á sinn tíma og reyna allt til að gera sem besta aðstöðu. Það eru margar hendur sem koma að og vinna þetta verk."

„Við höfum ákveðna reynslu af því núna. Síðast var ákveðið reynsuleysi. Við vorum með fámennan hóp fyrri hlutann en fengum fína leikmenn í glugganum og voru að spila vel seinni hlutann. Þetta er reynsla sem við byggjum á og vonandi getum við gert betur en síðast."

Jónas vonast til að geta haldið leikmannahópnum nokkuð óbreyttum.

„Verkefni formanns næstu tvær vikurnar er að klára þá leikmenn sem við viljum gera samning við og vilja semja við okkur. Ég vona að við náum að halda þessu liði. Þá getum við gert virkilega góða hluti á næsta ári."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar talar Jónas einnig um aðstöðuleysi á veturnar í Ólafsvík.
Athugasemdir
banner
banner
banner