Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. september 2015 19:53
Alexander Freyr Tamimi
2. deild: Höttur felldi Dalvík/Reyni - Tindastóll úr fallsæti
Garðar Már Grétarsson skoraði þrennu.
Garðar Már Grétarsson skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld og er þeim nú lokið.

Dalvík/Reynir getur kvatt deildina eftir 5-0 tap gegn Hetti á Egilsstöðum, þar sem Garðar Már Grétarsson var fremstur meðal jafningja og skoraði þrennu. Dalvíkingar eru nú níu stigum frá falli þegar þrjár umferðir eru eftir og þurfa í þokkabót að vinna upp 29 marka mun. Liðið er fallið að öllu nema nafninu til.

Tindastóll lyfti sér upp úr fallsæti með jafntefli í mikilvægum norðanslag gegn KF. Gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir snemma leiks en tvö mörk frá Alexander Má Þorlákssyni virtust ætla að tryggja KF sigurinn. Benjamin James Griffiths skoraði hins vegar dýrmætt jöfnunarmark og nú er Tindastóll stigi frá fallsvæðinu.

Hetti tókst að rífa sig frá botnpakkanum með sigri en KF er enn ekki öruggt með sæti sitt, fjórum stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Höttur 5 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Garðar Már Grétarsson ('5)
2-0 Brynjar Árnason ('19)
3-0 Garðar Már Grétarsson ('33)
4-0 Runólfur Sveinn Sigmundsson ('49)
5-0 Garðar Már Grétarsson ('50)

KF 2 - 2 Tindastóll
0-1 Benjamin Jóhannes Gunnlaugarson ('7)
1-1 Alexander Már Þorláksson ('22)
2-1 Alexander Már Þorláksson ('41)
2-2 Benjamin James Griffiths ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner