Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 02. september 2015 19:54
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-kvenna: Afturelding enn á lífi
Afturelding féll ekki í kvöld.
Afturelding féll ekki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KR 1 - 2 Afturelding
0-1 Sasha Andrews ('12)
1-1 Shakira Duncan ('45)
1-2 Elise Kotsakis ('67)

Veik von Aftureldingar um að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni lifir enn eftir 2-1 útisigur gegn KR í kvöld.

KR-ingar gátu fellt Aftureldingu með sigri eða jafntefli í kvöld en þökk sé þessum úrslitum munar nú fimm stigum á liðunum þegar tvær umferðir eru eftir. Afturelding er með sjö stig og KR 12 stig.

Sasha Andrews kom gestunum úr Mosfellsbæ yfir áður en Shakira Duncan jafnaði metin rétt fyrir leikhlé. Elise Kotsakis skoraði síðan sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.

Vonarneisti Aftureldingar er þó ekki mikill. Liðið á eftir að mæta Fylki heima og Stjörnunni á útivelli. KR á eftir að mæta Selfossi og Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner