fös 04. september 2015 13:00
Arnar Geir Halldórsson
Kane: Engin heppni á síðustu leiktíð
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Harry Kane segir að markaskorun sín á síðustu leiktíð hafi ekki verið tilviljun.

„Þetta var ekki heppni á síðustu leiktíð. Ég lagði virkilega hart að mér til að ná þessum árangri".

Kane skoraði 21 mark í fyrra og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Hann hefur ekki náð að skora í fyrstu fjóru leikjunum á þessari leiktíð en er ekki farinn að örvænta.

„Sem sóknarmaður ferðu alltaf í gegnum tímabil þar sem allt gengur upp og stundum gengur ekkert upp. Ég er fullur sjálftrausts og trúi því að ég muni skora mörk".

„Byrjunin á þessari leiktíð hefur verið allt í lagi. Ég gæti hafa byrjað betur. Að sjálfsögðu vildi ég vera búinn að skora en fótboltinn virkar ekki alltaf þannig".
sagði Kane.

Hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Englendingum sem leika gegn San Marínó á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner