banner
   fös 04. september 2015 13:30
Arnar Geir Halldórsson
Bayern barst risatilboð í Muller
Er og verður Bæjari samkvæmt Rummenigge
Er og verður Bæjari samkvæmt Rummenigge
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarmaður Bayern Munchen, segir að félaginu hafi borist risatilboð í Thomas Muller í sumar.

Muller var orðaður við Man Utd og Real Madrid en forsetinn segir ekki koma til greina að selja þýska framherjann.

„Ég er að tala um ótrúlega háa fjárhæð. Ef ég væri bankastjóri hefði ég þurft að taka svona tilboði".

„Við erum knattspyrnufélag og þessvegna ákváðum við að loka dyrunum á þessi félagaskipti. Og við munum ekki selja. Ég lofa því".


Rummenigge vildi ekki segja hvaðan þetta risatilboð kom en gaf það sterklega í skyn að það hefði komið frá Englandi.

„Það er alveg á hreinu að peningarnir sem ensku liðin fá fyrir sjónvarpsréttinn munu gera samkeppnisaðilum á borð við Bayern erfitt um vik í framtíðinni".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner