lau 05. september 2015 07:45
Alexander Freyr Tamimi
Landsliðsþema í útvarpinu í dag - Miðar gefnir á leikinn
Landsliðsþema verður í útvarpinu á morgun.
Landsliðsþema verður í útvarpinu á morgun.
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 verður á sínum stað í dag eins og alla laugardaga milli 12 og 14. Í þetta skiptið verður íslenska landsliðið í aðalhlutverki.

Elvar Geir Magnússon verður á sínum stað í þættinum en Benedikt Bóas Hinriksson verður honum innan handar í fjarveru Tómasar Þórs Þórðarsonar, sem er í fríi.

Ísland vann sögulegan 1-0 sigur gegn Hollandi á fimmtudag og að sjálfsögðu mun þátturinn taka mið af því. Kristján Guðmundsson mun fara yfir gang mála ásamt strákunum og þá verða einnig viðtöl við vel valda landsliðsmenn.

Rætt verður um komandi leik gegn Kasakstan, þar sem strákarnir geta tryggt sæti sitt í lokakeppni EM 2016. Ekki nóg með það, þá munu tveir heppnir hlustendur fá gefins miða fyrir tvo á leikinn, en löngu er orðið uppselt og miðar seljast dýrum dómum á svarta markaðnum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner