Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. september 2015 17:00
Arnar Geir Halldórsson
Rooney hafnaði Man Utd tvívegis á unglingsárum
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man Utd, segir að félagið hafi tvívegis reynt að fá Wayne Rooney þegar hann var á unglingsaldri.

„Jim Ryan kom til mín eftir einn unglingaliðsleikinn í 14 ára aldursflokki. Hann sagði við mig; Ég hef fundið leikmann. Strákurinn heitir Wayne Rooney. Við reyndum að fá hann því það er gluggi eftir tímabilið þar sem maður getur boðið strákum að koma í akademíuna til okkar".

Rooney lék þarna fyrir unglingalið Everton líkt og hann hafði gert frá 11 ára aldri.

„Skiptin gengu ekki í gegn. Hann vildi vera áfram hjá Everton. Hann elskaði félagið mikið á þessum tíma og er stuðningsmaður Everton".

„Við reyndum aftur þegar hann var orðinn 16 ára en hann hafnaði okkur aftur",
segir Ferguson.

Tveim árum síðar tókst Ferguson svo loksins að krækja í kappann en þurfti að borga hátt í 30 milljón punda fyrir.

Eftirleikinn þekkja svo flestir en Rooney er einn dáðasti leikmaður allra tíma á Old Trafford.

Hann hefur leikið 485 leiki fyrir Man Utd og skorað í þeim 233 mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner