mán 21. september 2015 12:50
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 20. umferð: Vantaði sokk til að troða í hann
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi fagnar í gær.
Ragnar Bragi fagnar í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í baráttu við Hilmar Árna Halldórsson.
Í baráttu við Hilmar Árna Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tómas Joð og Ragnar Bragi.
Tómas Joð og Ragnar Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það er örugglega hægt að orða það þannig að þetta var mín besta frammistaða í sumar, skoraði tvö mörk sem var drullu gaman," segir Ragnar Bragi Sveinsson sem var kallaður „rauðhærði Messi" í stúkunni á Fylkisvelli í gær.

Ragnar átti frábæran leik þegar Fylkismenn unnu afar öruggan 3-1 sigur gegn Leikni, hann skoraði tvívegis.

„Samt fór ég útaf pirraður enda átti ég góða sénsa á að ná þrennunni," segir Ragnar sem var ógnandi allan leikinn. Hann fagnaði fyrra marki sínu með því að taka sprett að varamannabekknum.

„Það er nú þannig að ég hljóp bara strax til besta félaga míns, Daða Ólafs, enda hefur hlakkað mikið í honum þegar ég er ekki að skora, það vantaði bara að ég væri með sokk inná mér til að troða upp í hann."

Uppleggið að stjórna leiknum frá A-Ö
Fylkisliðið heillaði engan þegar liðið lék gegn Stjörnunni í síðustu viku. Það skapaði sér varla færi í leiknum og segir Ragnar að menn hafi verið staðráðnir í að gera betur.

„Já okkur langaði virkilega að sanna fyrir okkur sjálfum og öðrum að við gætum eitthvað í fótbolta því eins og þú segir þá vorum við daprir á móti Stjörnunni og í leiknum þar á undan er leikur á móti ÍA þar sem við skorum heldur ekki mark."

Fylkisliðið yfirspilaði Leikni í gær og var 3-0 yfir í hálfleik.

„Uppleggið var að stjórna leiknum frá A-Ö. Það hjálpaði mikið að ná fyrsta markinu inn og svo kom annað strax í kjölfarið sem gaf okkur líka mikinn kraft og eykur sjálfstraustið hjá öllum."

Stefnir á U21
Ragnar segir það gleðitíðindi að Hermann Hreiðarsson verði áfram þjálfari næsta tímabil. Varðandi næsta ár hafði hann þetta að segja:

„Væntingarnar til liðsins eru þær sömu og voru fyrir þetta tímabil. Það er að ná Evrópusæti á einn eða annan hátt, það fór eitthvað úrskeiðis hjá okkur og það munum við fara vel yfir. Persónulega ætla ég að byggja á þessu sumri sem hefur verið töluvert betra en í fyrra og halda áfram að reyna koma mér í þetta U21 landslið," segir Ragnar Bragi Sveinsson.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner