Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 18:01
Alexander Freyr Tamimi
Noregur: Aron Elís og Steinþór Freyr hetjur sinna liða
Aron Elís tryggði Aalesund þrjú stig.
Aron Elís tryggði Aalesund þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson var hetja Aalesund þegar liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Íslenski U21 landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum og staðan var 1-0 Sandefjord í vil.

Rétt undir lok leiksins jafnaði Mostafa Abdellaoue metin fyrir Aalesund og virtist vera að tryggja liðinu stig.

Það þótti Aroni hins vegar ekki nóg og ákvað þessi fyrrum leikmaður Víkings að skora sigurmarkið og tryggja Aalesund öll þrjú stigin. Aalesund er í 10. sæti deildarinnar með 32 stig eftir sigurinn.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var einnig hetjan í dag, hjá sínu liði Viking, en hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins gegn lærisveinum Rúnars Kristinssonar í Lilleström. Jón Daði Böðvarsson var einnig í byrjunarliði Viking og Björn Daníel Sverrisson kom inn á sem varamaður. Hjá Lilleström var Árni Vilhjálmsson í byrjunarliðinu og fór hann af velli fyrir Finn Orra Margeirsson þegar um stundarfjórðungur var eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner