Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 04. október 2015 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Ég leita að svörum
Van Gaal var svekktur í dag.
Van Gaal var svekktur í dag.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var að vonum afar svekktur eftir að hans menn töpuðu 3-0 gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United gat endurheimt toppsætið af Manchester City með sigri á Emirates leikvangnum en tvö mörk frá Alexis Sanchez og eitt frá Mesut Özil á fyrstu 20 mínútunum eyðilögðu þá drauma. Mörk leiksins urðu ekki fleiri og Arsenal skaust upp fyrir United á markatölu.

„Við bjuggumst ekki við þessu. Við vorum á toppi deildarinnar og höfðum unnið fjóra leiki í röð. En svona getur alltaf gerst gegn Arsenal," sagði Van Gaal við Sky Sports.

„Við byrjuðum leikinn alveg án baráttu, ég skil það ekki. Við verðum að leita að ástæðunum. Við töpuðum öllum einvígum og vorum ekki að pressa á miðjumennina þeirra. Þeir geta spilað vel og eru frábært lið, ég sagði fyrir leik að ef þeir fengju pláss yrði þetta erfitt. Að lenda 2-0 undir á fimm mínútum gerir þetta enn erfiðara."

„Ég leita að svörum. Ég hef aldrei séð mitt lið spila svona, ég verð að spyrja leikmennina hvað fór úrskeiðis. Þetta var ekki bara einn leikmaður, meira en helmingur liðsins var ekki að gera það sem við höfðum samið um."


Athugasemdir
banner
banner
banner