sun 04. október 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Sky: Liverpool hefur ekki haft samband við Klopp
Klopp bíður eftir símtali.
Klopp bíður eftir símtali.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports eru þeir Jurgen Klopp og Carlo Ancelotti báðir á óskalista Liverpool sem næsti knattspyrnustjóri liðsins.

Brendan Rodgers var rekinn frá Liverpool í dag eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Everton og hefur Klopp verið sterklega orðaður við starfið. Þá hefur Ancelotti sömuleiðis verið nefndur sem mögulegur arftaki Norður-Írans.

Samkvæmt Sky hefur Liverpool hvorki haft samband við Klopp né Ancelotti þó þeir séu báðir á óskalistanum. Það ætti að breytast von bráðar.

Sky greinir jafnframt frá því að Liverpool hafi engan áhuga á að ráða bráðabirgða-knattspyrnustjóra. Markmiðið er að nýr maður verði kominn til starfa þegar liðið mætir Tottenham í fyrsta leik eftir landsleikjahlé þann 17. október.
Athugasemdir
banner