Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 06. október 2015 11:57
Magnús Már Einarsson
Hannes: Pakkaði öllum saman í öllum samtölum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson í viðtalinu í dag.
Hannes Þór Halldórsson í viðtalinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni, gat mætt brosandi hringinn á æfingar í síðasta mánuði eftir að Ísland sigraði Holland og tryggði í kjölfarið sér farseðilinn á EM.

„Maður gat verið svolítill kall þarna í nokkra daga. Það var ekkert hægt að segja. Maður pakkaði öllum saman í öllum samtölum og það var mjög skemmtilegt," sagði Hannes fyrir landsliðsæfingu í dag.

Ísland hefur tryggt sér sæti á EM í Frakklandi á næsta ári en framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppninni gegn Lettum og Tyrkjum.

„Það er ekki sama stressið núna en við tókum mjög góðan fund í gærkvöldi þar sem Heimir (Hallgrímsson) reif okkur niður á jörðina og sparkaði í rassgatið á okkur. Við erum samstíga í að gera vel í þessu verkefni. Undirbúa okkur eins og vanalega og gera allt til að vinna báða leikina."

„Við viljum stoltsins vegna vinna riðilinn fyrst við erum í þessari stöðu. Við erum keppnismenn og maður klæðir sig ekki í landsliðstreyjuna nema til þess að standa sig vel og vinna leiki. Við ætlum að gera allt sem við getum til að vinna leikina."

Hannes hefur staðið sig vel í marki NEC síðan hann kom til félagsins í sumar. „Liðinu gengur vel og þetta hefur verið fínt hjá mér líka. Ég er fullur sjálfstrausts og í góðum gír," sagði Hannes.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner