Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. október 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars býst við því að Glenn fari
Glenn skoraði grimmt og fékk silfurskóinn.
Glenn skoraði grimmt og fékk silfurskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, býst ekki við miklum breytingum á leikmannahópi Kópavogsliðsins í sumar. Blikar áttu gott sumar og líklegt að margir leikmenn liðsins séu á blaði hjá erlendum félagsliðum.

„Það er vinna í gangi, verið að skoða leikmannamál og framlengingu við einhverja menn. Við erum að líta í kringum okkur að sóknarmann og kannski meiri styrkingu en þetta verður ekkert rosalega mikið," segir Arnar sem reiknar ekki með því að Glenn verði áfram hjá félaginu.

„Ég á frekar von á því að Jonathan Glenn fari. Hann er samningslaus og hefur verið að standa sig vel með okkur og landsliðinu. Þá þurfum við að fylla í hans skarð."

Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson er á óskalista erlendra liða og þeir Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru meðal mest spennandi ungu leikmanna Pepsi-deildarinnar í sumar svo einhverjir séu nefndir.

„Ég á ekki von á miklum breytingum á hópnum en maður veit ekki hvað verður um Kidda Jóns og fleiri. Það kemur bara í ljós og þá skoðum við bara stöðuna," segir Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner