Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2015 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: N-Írar til Frakklands - Danir líklega í umspil
Steven Davis, hér í baráttunni við Kára Árnason, gerði tvö mörk í mikilvægum sigri Norður-Íra í kvöld. Davis leikur með Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Steven Davis, hér í baráttunni við Kára Árnason, gerði tvö mörk í mikilvægum sigri Norður-Íra í kvöld. Davis leikur með Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Shane Long gerði sigurmark Íra gegn Þjóðverjum.
Shane Long gerði sigurmark Íra gegn Þjóðverjum.
Mynd: Getty Images
Portúgalir og Danir hafa áður mæst í mikilvægum viðureignum. Portúgalir höfðu betur í kvöld.
Portúgalir og Danir hafa áður mæst í mikilvægum viðureignum. Portúgalir höfðu betur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Portúgal og Norður-Írland voru að bætast við hóp þeirra landsliða sem eru búin að tryggja sér þátttöku á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári.

Portúgalir lögðu Dani af velli á meðan Norður-Írar höfðu betur gegn Grikkjum og eru að fara í fyrsta sinn á lokakeppni EM.

Írar lögðu heimsmeistara Þjóðverja af velli í D-riðli og eiga því úrslitaleik við Pólland á sunnudaginn um hvort liðið tryggir sér sæti á EM og hvort liðið þarf að fara í umspil.

Skotar eiga ekki möguleika á því að fara til Frakklands þrátt fyrir góðan leik gegn Pólverjum í kvöld þar sem Robert Lewandowski gerði jöfnunarmark á 95. mínútu.

Færeyingar komust yfir gegn Ungverjum í F-riðli en töpuðu leiknum. Ungverjar og Rúmenar berjast um annað sæti riðilsins enda eru N-Írar búnir að tryggja sig á EM.

Danir töpuðu fyrir Portúgal í lokaleik sínum í I-riðli og eru með tólf stig. Albanir, sem töpuðu gegn Serbíu, geta tekið 2. sætið af Dönum með sigri gegn Armeníu í lokaumferðinni á sunnudaginn.

D-riðill:
Írland 1 - 0 Þýskaland
1-0 Shane Long ('70)

Skotland 2 - 2 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('3)
1-1 Matt Ritchie ('45)
2-1 Steven Fletcher ('62)
2-2 Robert Lewandowski ('95)

Georgía 4 - 0 Gíbraltar
1-0 M. Vatsadze ('30)
2-0 T. Okriashvili ('35, víti)
3-0 M. Vatsadze ('45)
4-0 V. Kazaishvili ('87)


F-riðill:
Norður-Írland 3 - 1 Grikkland
1-0 Steven Davis ('35)
2-0 J. Magennis ('49)
3-0 Steven Davis ('58)
3-1 C. Aravidis ('87)

Ungverjaland 2 - 1 Færeyjar
0-1 R. Jacobsen ('11)
1-1 D. Bode ('63)
2-1 D. Bode ('71)
Rautt spjald: A. Gregersen, Færeyjar ('94)

Rúmenía 1 - 1 Finnland
0-1 J. Pohjanpalo ('67)
1-1 O. Hoban ('91)


I-riðill:
Portúgal 1 - 0 Danmörk
1-0 Joao Moutinho ('66)

Albanía 0 - 2 Serbía
0-1 Aleksandar Kolarov ('91)
0-2 Adem Ljajic ('94)
Athugasemdir
banner
banner