Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Argentína og Brasilía töpuðu
Mynd: Getty Images
Suður-amerísku stórveldin Argentína og Brasilía töpuðu bæði leikjum sínum í undankeppni HM í nótt.

Argentína tapaði óvænt fyrir Ekvador á eigin heimavelli í Buenos Aires á meðan Brasilía tapaði fyrir sterku liði Síle.

Frickson Erazo og Felipe Caicedo gerðu mörk Ekvador með stuttu millibili undir lok leiksins á meðan Eduardo Vargas og Alexis Sanchez sáu um Brasilíu í Síle.

Þetta var fyrsta umferð af átján í undankeppninni í Suður-Ameríku þar sem fjögur lið af tíu komast beint á HM og það fimmta fer í umspil.

Argentína 0 - 2 Ekvador
0-1 Frickson Erazo ('81)
0-2 Felipe Caicedo ('82)

Síle 2 - 0 Brasilía
1-0 Eduardo Vargas ('72)
2-0 Alexis Sanchez ('88)
Athugasemdir
banner
banner