Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
   fim 15. október 2015 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Grétar Sigfinnur í Stjörnuna (Staðfest)
watermark
Mynd: Vísir.is - Stefán
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er genginn til liðs við Stjörnumenn eftir sjö ára veru innan herbúða KR.

Grétar Sigfinnur er 33 ára gamall varnarmaður sem getur ýmist spilað sem miðvörður og hægri bakvörður.

Grétar er uppalinn KR-ingur og hefur leikið fyrir Sindra, Víking Reykjavík og Val í íslenska boltanum.

Grétar spilaði í sumar ellefu leiki með KR, sem endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Hann gengur til liðs við Stjörnuna sem lauk keppni í fjórða sæti, níu stigum á eftir KR.
Athugasemdir
banner
banner