Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   fös 06. nóvember 2015 12:43
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Gummi Hreiðars: Það koma allir með sínar tillögur
LG
Borgun
Guðmundur á fundi landsliðsins í dag.
Guðmundur á fundi landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, Ögmundur Kristinsson og Frederik Schram eru þeir markverðir sem valdir voru fyrir landsliðsverkefnin framundan. Ísland mætir Póllandi og Slóvakíu í vináttuleikjum 12. og 17. nóvember en báðir leikirnir eru ytra.

Frederik Schram er ungur markvörður sem hefur spilað með U21-landsliðinu og staðið sig vel. Fótbolti.net ræddi við Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, þegar hópurinn var tilkynntur í dag.

„Hann og Rúnar Alex (Rúnarsson) voru teknir inn í U21-landsliðið 19 ára gamlir. Þá var verið að hugsa að þetta væru tveir af framtíðarmarkvörðum landsliðsins. Frederik hefur sýnt í leikjum með U21-landsliðinu að það er mikil framtíð í honum," segir Guðmundur.

Frederik er hjá Vestsjælland í Danmörku.

„Hann hefur ekki verið mikið að spila með sínu félagsliði í Danmörku en vitum að það er gríðarlegur hæfileiki þarna til staðar. Við viljum sjá hvernig hann kemur út í þessum hópi. Það er meiri hraði í A-landsliðinu en U21-landsliðinu. Við erum að horfa lengra fram í tímann."

Hannes Þór Halldórsson er meiddur en eldri leikmenn fá hvíld í komandi verkefni, þar á meðal Gunnleifur Gunnleifsson.

„Við vitum allt um Gulla. Hann er fjársjóður sem við vitum að við getum gengið að. Hann er í fínu standi og er alltaf að æfa," segir Guðmundur.

Hvernig eru markveðrirnir valdir í landsliðið, er það bara Guðmundur sem sér um það?

„Nei við höfum skemmtilega vinnureglu. Það koma allir með sínar tillögur og þær eru ræddar innbyrðis. Á endanum eru það þeir (Heimir og Lars) sem ákveða hverjir eru valdir."

Í viðtalinu sem má hlusta á hér að ofan ræðir Guðmundur um endurhæfingu Hannesar og fleira.
Athugasemdir
banner
banner