Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mán 09. nóvember 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi: Búinn að bíða eftir þessu lengi
LG
Borgun
Sverrir á æfingu hjá Lokeren í Belgíu.
Sverrir á æfingu hjá Lokeren í Belgíu.
Mynd: Kristján Bernburg
Borgun
„Það er frábært að fá loksins tækifæri á að koma inn í hópinn.  Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi.
„Það er frábært að fá loksins tækifæri á að koma inn í hópinn. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi.
Mynd: Kristján Bernburg
„Það er frábært að fá loksins tækifæri á að koma inn í hópinn. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi," sagði Sverrir Ingi Ingason í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn en hann er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Póllandi og Slóvakíu í vináttuleikjum í þessari og næstu viku.

„Það hefur erfitt að horfa upp á velgengina og geta ekki verið partur af því. Maður hélt bara áfram að sinna sínu starfi hjá Lokeren og spila vel. Núna er undir sjálfum manni komið að grípa tækifærið og stimpla sig inn."

Sverrir vonast til að fá tækifæri í komandi vináttuleikjum og ná sæti í landsliðshópnum fyrir EM á næsta ári.

„Það er draumur hvers knattspyrnumanns. Það væri helvíti sárt að vera eftir sem 24 eða 25. maður svo maður gerir að sjálfsögðu allt sem maður getur til að vera einn af 23 í hópnum þegar flugvélin fer til Frakklands."

Sverrir hefur verið í eldlínunni með Lokeren í Belgíu en liðið er byrjað að klifra upp töfluna í Belgíu eftir mjög slaka byrjun.

„Við vorum kannski ekki alveg á okkar A-game framan af en undanfarin einn og hálfan mánuð hefur gengið mjög vel. Ég er sáttur með hvernig við höfum komist út úr þessum vandræðum og hvernig ég hef náð að komast aftur í mitt besta form," sagði Sverrir.

Georges Leekens tók við þjálfun Lokeren á dögunum og gengi liðsins hefur batnað eftir það.

„Hann er með gríðarlega reynslu og hefur verið hérna áður. Hann hefur nýtt sína reynslu, farið back to basics og það hefur gengið vel hingað til," sagði Sverrir en Arnar Þór Viðarsson er einnig í þjálfarateymi Lokeren.

„Hann er að þjálfa varaliðið og hefur verið frá degi eitt viðloðand þjálfarateymið. Eftir þjálfaraskiptin hefur hann komið meira inn. Addi lék undir stjórn Leekens og hefur komið meira inn núna."

„Hann er vel metinn hérna. Hann var fyrirliði liðsins lengi og er vel þekktur í belgískum fótbolta. Hann spilaði og þjálfaði Cercle Brugge og það vita flestir fótboltaáhuagmenn hér hver hann er. Hann er örugglega þekktari hér en heima,"
sagði Sverrir um Arnar Þór.

Viðtalið við Sverri Inga má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner