Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. nóvember 2015 10:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Víkurfréttir 
Jónas Guðni heim í Keflavík (Staðfest)
Axel Kári einnig í Keflavík
Jónas Guðni lék síðast með Keflavík árið 2007
Jónas Guðni lék síðast með Keflavík árið 2007
Mynd: Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Jónas Guðni Sævarsson hefur ákveðið að skrifa undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Keflavík og mun því leika með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Keflavík féll úr Pepsi-deildinni á liðnu tímabili.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Jónas Guðni var eftir eftirsóttur af mörgum liðum eftir að hann sagði skilið við KR á dögunum, en á endanum ákvað hann að semja við uppeldisfélagið.

Jónas, sem er 32 ára gamall, lék með meistaraflokki Keflavíkur 2002-2007 en árið 2006 varð hann bikarmeistari með félaginu.

"Nonni Ben formaður hringdi í mig og sagði, "Nú þarft þú að koma heim, við þurfum á þér að halda." Það kveikti í mér og vakti upp Keflvíkinginn í mér. Svo hringdi pabbi líka í mig og sagði, "Jónas, það vilja allir að þú komir heim. Þannig að ég er að koma heim," og það er augljóst að hann er alsæll með þá ákvörðun," sagði Jónas í samtali við Víkurfréttir.

"Ég hóf feril minn í meistaraflokki með Keflavík í 1. deildinni með mörgum af þessum strákum sem eru í liðinu núna. Þetta hljómar skemmtilega og ég vil hjálpa Keflavík að spila aftur í deild þeirra bestu,"

Ljóst er að það er mikill styrkur fyrir Keflvíkinga að fá Jónas Guðna á heimaslóðir, en Axel Kári Vignisson er einnig genginn til liðs við Keflavík.

Axel Kári, sem lék síðast með HK, skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík og mun leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner