Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   lau 14. nóvember 2015 19:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bjössi Hreiðars: Fórnarkostnaður við að prófa nýja menn
LG
Borgun
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Krafan um aga í skipulaginu hjá okkur er gríðarleg. Við erum komnir með þannig leikmenn að við getum alltaf búið til," segir Sigurbjörn Hreiðarsson sem fór yfir 4-2 tapleik Íslands gegn Póllandi í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Sigurbjörn skemmti sér vel við að horfa á þennan vináttulandsleik sem va opinn í báða enda. Hann var ánægður með frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en fannst miðjan í seinni hálfleiknum alls ekki veita öftustu línu nægilega mikla vernd.

„Við skiptum tveimur af okkar albestu mönnum í síðustu undankeppnum út af í hálfleik, Birkir Bjarna fór af kantinum og Aron Einar af miðjunni. Við erum komnir með miðju sem samanstendur af Theodór Elmari, Rúnari Má, Gylfa og Arnóri Ingvari. Þessir fjórir hafa ekki verið að spila saman."

„Rúnar er frábær fótboltamaður en er ekki þessi holding miðjumaður í tveggja manna teymi á miðju. Hann er mjög öruggur með boltann og drævar vel fram á við. Gylfi er vinnusamur en er meira box to box en holding. Svo er nýliði á kantinum. Þarna fer fyrsta vörnin fyrir framan varnarlínuna okkar fyrir ofan garð og neðan," segir Sigurbjörn sem segir íslenska liðið hafa tapað þéttleikanum eftir hlé.

„Pólverjar settu í meira tempó. Lewandowski varð hættulegri og þeir gátu alltaf fundið mann sem skapaði hættu. Við verðum að prófa menn en þetta er fórnarkostnaðurinn við það. Pólverjar eru með magnað lið en við fáum á okkur fjögur mörk í seinni hálfleik, mörk sem við gátum komið í veg fyrir. Þegar þú ferð úr skipulagi með gæja eins og Lewandowski verður allt að því sem hann kemur við að gulli."

„Birkir Már og Ari hafa fengið mikla hjálp í bakvörðunum í þessum þéttleika. Um leið og það splúndrast eitthvað þá keyra svona góð lið áætlunarferðir. Þegar menn eru svo komnir í kjörstöður til að senda fyrir er voðinn vís."

Ögmundur Kristinsson hefur leikið í markinu meðan Hannes Þór Halldórsson hefur verið á meiðslalistanum. Ögmundur átti ekki góðan leik í gær.

„Það kemur alltaf fyrir að menn eigi slæman dag. Mér fannst stress í Ömma í gær en nú er hann búinn að spila þennan leik og kemur hreint fram og segist ekki hafa átt sinn besta leik. Hann kemur til, það er alveg spurning," segir Sigurbjörn.

Hann blandaði sér einnig í umræðuna um mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar en þegar hann er ekki til taks vantar mikið.

„Það er ekki margir kostir í þessari stöðu. Bakk-öppið í þessa stöðu er bara Emil (Hallfreðsson). Það er klárt mál að í Frakklandi þurfum við að vera í skipulagi og í þéttleikanum sem við höfum verið að sýna. Það eru ekki mjög margir sem hægt er að treysta í þessa stöðu."

Viðtalið sem Tómas Þór Þórðarson tók við Sigurbjörn er í spilaranum hér að ofan en með því að smella hérna má hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner