Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   sun 15. nóvember 2015 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sara Björk: Forréttindi að fá að spila með Mörtu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrir Rosengård í 3-1 sigri gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeild kvenna í síðustu viku. Liðin mætast aftur í Svíþjóð á fimmtudag og komast sigurvegararnir í 8-liða úrslit keppninnar.

„Það voru miklir yfirburðir í þessum leik og mjög sterkt að vinna svona á útivelli," sagði Sara Björk í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær. Hún var spurð út í umgjörðina kringum Meistaradeild kvenna.

„Það er ekki hægt að bera þetta saman við karlakeppnina í dag. Umgjörðin verður svo stærri í 8-liða úrslitum og leikjunum eftir það."

Brasilíski leikmaðurinn Marta spilar með Söru hjá Rosengård en hún er goðsögn í kvennaboltanum.

„Hún hefur verið fimm sinnum valin besti leikmaður í heimi. Það eru forréttindi að fá að æfa og spila með svona leikmanni. Hún er flottur íþróttamaður og er enn með þetta. Ég læri mikið af henni," segir Sara.

Sara varð Svíþjóðarmeistari með liði sínu fyrir um mánuði síðan og var það einnig rætt í viðtalinu sem má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner