lau 30. október 2004 18:23
Elvar Geir Magnússon
Djibril Cisse fótbrotnaði gegn Blackburn
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Djibril Cisse sóknarmaður Liverpool er nú á sjúkrahúsi eftir að hafa fótbrotnað í leiknum gegn Blackburn í dag. Þessi franski leikmaður fótbrotnaði þegar hann var í baráttu við Jay McEveley varnarmann Blackburn. Sjúkraþjálfarar voru yfir honum í nokkuð langan tíma áður en hann var borinn af leikvelli.

Cisse var keyptur til Liverpool á 14 milljónir punda og bíða menn nú með öndina í hálsinum eftir fréttum af kappanum. Atvikið leit vægast sagt illa út eins og sést á myndinni hér til hliðar en maður hefur á tilfinningunni að Cisse spili ekki mikið meira á þessari leiktíð og þá líklegt að veskið verði tekið upp á Anfield og nýr sóknarmaður keyptur í janúar.

Ewood Park heimavöllur Blackburn er líklega ekki uppáhalds staður Liverpool-manna en í viðureign liðanna á þessum sama velli í fyrra fótbrotnuðu tveir leikmenn þeirra rauðu. Það voru Milan Baros og Jamie Carragher.

Myndirnar hérna að neðan eru af atvikinu en ekki fyrir viðkvæma:


Athugasemdir
banner
banner
banner