Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Niðurtalningin - Stór prófíll norður eftir heldur rólegan vetur
Niðurtalningin - Þungamiðja menningar í hverfinu
banner
   þri 17. nóvember 2015 22:37
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Zilina
Kári: Okkar sterkasta lið hefði jarðað báðar þessar þjóðir
LG
Borgun
Kári var svekktur eftir tapið.
Kári var svekktur eftir tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, sá margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap gegn Slóvakíu í vináttuleik í Zilina.

Margir yngri og óreyndari leikmenn fengu tækifærið í kvöld og m.a. spiluðu hvorki Gylfi Þór Sigurðsson né Aron Einar Gunnarsson mínútu. Kári telur að leikurinn í kvöld sem og 4-2 tapið gegn Póllandi á dögunum hefðu farið öðruvísi ef sterkasta liðið hefði spilað þá báða.

„Mér fannst við spila ágætis bolta. Við vorum að skapa helling af færum og skorum gott mark og erum með stjórn á þessu. Svo sleppum við inn einu klaufalegu marki og þá snýst momentum-ið yfir til þeirra. Við hefðum léttilega getað verið 2,3, jafnvel 4-0 yfir á þeim tíma og þá hefði leikurinn bara verið grafinn," sagði Kári við Fótbolta.net.

„Ég er ekki alveg nógu ánægður með hvernig við brugðumst við eftir fyrsta markið, en það er hellingur af jákvæðum hliðum í þessu."

„Við vitum það allir að ef við hefðum spilað okkar sterkasta lið hefðum við jarðað báðar þessar þjóðir, en það er bara jákvætt að menn fengu séns til að sýna hvað þeir geta. Þeir setja þá spurningarmerki í huga Lars og Heimis og þeir þurfa að ákveða sig hverja þeir ætla að hafa með og hverja ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner