fim 26. nóvember 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Valdes: Berst fyrir því að vera frjáls
Victor Valdes fær varla að æfa í Manchester
Victor Valdes fær varla að æfa í Manchester
Mynd: Getty Images
Victor Valdes minnti á sig á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann sagði að hann myndi snúa aftur á fótboltavöllinn fyrr en síðar.

Þessi sigursæli Spánverji hefur verið algjörlega frystur af Louis van Gaal, stjóra Man Utd og þykir næsta víst að Valdes muni yfirgefa félagið í janúar.

Hann birtir mynd af þeirri víðfrægu klisju; „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari," og skrifar við myndina: „Vil ekki valda þeim vonbrigðum sem vilja sjá mig spila aftur. Það hvetur mig áfram. Ég berst fyrir því að vera frjáls og fá að njóta vinnunnar minnar."

Háværir orðrómar hafa verið í gangi um að Valdes muni ganga í raðir Espanyol þegar félagaskiptaglugginn opnar en spænska úrvalsdeildarliðið er í markvarðarvandræðum eftir að Kiko Casilla yfirgaf félagið fyrir Real Madrid síðasta sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner