fim 26. nóvember 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Ramos leikur líklega ekki meira á þessu ári
Öxlin í ruglinu
Öxlin í ruglinu
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos mun líklega missa af sjö næstu leikjum Real Madrid.

Ramos hefur verið skipað að hvíla sig vegna meiðsla sem hann hlaut á öxl fyrr í vetur og er það gert til að koma í veg fyrir að hann þurfi að fara í aðgerð.

Þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið í vandræðum með öxlina á sér síðustu tvo mánuði og hefur skipst á að hvíla og dæla í sig verkjalyfjum fyrir mikilvæga leiki.

Nú er komið að þolmörkum en ef litið er á leikjaplan Real Madrid er óhætt að segja að liðið ætti að geta komist af án síns helsta varnarmanns í þeim en næstu sjö leikir liðsins eru gegn Eibar, Cadiz, Getafe, Malmö, Villarreal, Cadiz og Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner
banner