fös 27. nóvember 2015 22:45
Arnar Geir Halldórsson
Seedorf dreymir um að þjálfa á Englandi
Clarence Seedorf
Clarence Seedorf
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Clarence Seedorf hyggst leggja þjálfun fyrir sig á næstu árum og segir drauminn vera að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég á í sérstöku sambandi við enska fótboltann. Ég var mjög nálægt því að fara þangað, oft á mínum á ferli."

„Það gerðist aldrei en það væri frábært að fá að þjálfa í Englandi og upplifa enska fótboltann og stuðningsmennina þar í hverri viku",
er meðal þess sem Seedorf segir í ítarlegu viðtali við BBC.

Seedorf á magnaðan leikmannaferil að baki en hann vann til fjölda titla með Ajax, Real Madrid og AC Milan.

Hann stýrði AC Milan í stuttan tíma á síðasta ári en það er hans eina starf í þjálfun hingað til.



Athugasemdir
banner
banner
banner