lau 28. nóvember 2015 10:00
Arnar Geir Halldórsson
Man Utd lætur markvörð fara
Stutt stopp hjá Man Utd
Stutt stopp hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Serbneska ungstirnið Vanja Milinkovic-Savic hefur yfirgefið Man Utd og samið við pólska liðið Lechia Gdansk.

Man Utd borgaði tæpar tvær milljónir punda fyrir Savic þegar hann var keyptur til félagsins frá Vojvodina á síðasta ári en þá var Savic 17 ára gamall.

Hann var svo lánaður strax aftur til Vojvodina þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð.

Savic hefur átt í erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi á Englandi og er því búið að rifta fimm ára samningi hans við Man Utd.

Þrátt fyrir ungan aldur er Savic engin smásmíði en hann er 202 sentimetrar og hefur leikið fyrir yngri landslið Serbíu.

Þess má til gamans geta að eldri bróðir hans, Sergej Milinkovic-Savic, hefur verið að brjóta sér leið inn í aðallið ítalska úrvalsdeildarliðsins Lazio á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner